Árni Vilhjálmsson komst á blað hjá liði Kolos Kovalivka í dag en hann fór þangað á dögunum.
Árni var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið en hann var í byrjunarliði gegn Desna.
Liðin leika í Úkraínu en Árni opnaði markareikninginn í fyrsta leik og skoraði í 2-0 sigri.
Árni byrjar því mjög vel með sínu nýja liði sem situr í 8. sæti úrvalsdeildarinnar.