Sheffield United 3-3 Manchester United
1-0 John Fleck(19′)
2-0 Lys Mousset(52′)
2-1 Brandon Williams(72′)
2-2 Mason Greenwood(77′)
2-3 Marcus Rashford(79′)
3-3 Oli McBurnie(91′)
Það var boðið upp á alveg stórkostlegan leik á Englandi í dag er Manchester United heimsótti Sheffield United.
Sheffield byrjaði vel og var með 2-0 forystu á 52. mínútu og útlitið mjög bjart.
Þá tók United sig til og skoraði þrjú mörk á sjö mínútum og staðan allt í einu orðin 2-3!
Oli McBurnie tryggði heimamönnum svo stig í uppbótartíma er honum tókst að jafna metin og lokastaðan, 3-3.