Javier Mascherano, fyrrum leikmaður Barcelona og Liverpool, er mættur heim til Argentínu.
Mascherano hefur undanfarið ár leikið með Hebei China Fortune í Kína og á að baki 51 deildarleik.
Hann hefur nú skrifað undir samning við lið Estudiantes í Argentínu 35 ára gamall.
Mascherano lék með Barcelona í átta ár áður en hann elti peningana til Kína undir lok ferilsins.
Hann er uppalinn hjá River Plate í Argentínu en hefur undanfarin 14 ár spilað erlendis.