Robert Pires, goðsögn Arsenal, vill sjá Unai Emery og stjórn félagsins sækja enska leikmenn og það strax.
Pires segir að það vanti mikið í hópinn hjá Arsenal en aðallega leikmenn sem þekkja það að spila á Englandi.
,,Liðinu vantar svo mikið í hópinn. Okkur vantar líkamlega sterka leikmenn, tekníska leikmenn, gáfaða leikmenn, leiðtoga og enska leikmenn,“ sagði Pires.
,,Við þurfum enska leikmenn því við erum á Englandi og enginn annar hefur alist upp í þessu umhverfi.“
,,Þú þarft að fæðast hérna. Það er gaman að uppgötva ný lönd en á Englandi þá þarfu enska leikmenn.„