Það er allt í steik hjá liði Napoli þessa dagana en leikmenn eru í stríði við forsetann Aurelio de Laurentiis.
De Laurentiis brjálaðist nýlega eftir að leikmenn neituðu að mæta á æfingasvæðið á fund eftir jafntefli við Salzburg í Meistaradeildinni.
Eigandinn litríki er nú að íhuga að selja stjörnur liðsins í sumar og vill lækka öll laun um 25 prósent.
Hann er í viðræðum við lögfræðinga og ætlar ekki að leyfa leikmönnum að komast upp með þessa hegðun.
Leikmenn á borð við Lorezno Insigne, Dries Mertens og Kalidou Koulibaly gætu því allir verið fáanlegir á næsta ári.