Gengi Arsenal á þessu tímabili hefur alls ekki verið gott og er kallað eftir því að Unai Emery verði rekinn.
Emery hefur ekki náð frábærum árangri með Arsenal en hann tók við af Arsene Wenger í fyrra.
Arsenal ekki tekist að vinna í síðustu sex leikjum sínum sem hefur ekki gerst í yfir 20 ár.
Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Southampton í gær sem var fimmta jafntefli liðsins í sex leikjum – hinn leikurinn tapaðist.
Það hefur ekki gerst í meira en 20 ár og má segja að starf Spánverjans sé svo sannarlega í hættu.
Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar og er langt á eftir toppliði Liverpool.