Jose Mourinho er tekinn við taumunum hjá liði Tottenham en hann var ráðinn til starfa í vikunni.
Leikmenn Tottenham hafa ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og þar á meðal miðjumaðurinn Dele Alli.
Alli spilaði með Tottenham í gær gegn West Ham og átti fínasta leik er liðið vann 3-2 sigur.
Mourinho vissi af vandræðum Alli áður en hann tók við og spurði hann athyglisverða spurningu á fyrstu æfingunni.
,,Ég spurði hvort hann væri Delea eða bróðir Dele. Hann sagðist vera Dele. Ég sagði ‘Allt í lagi, spilaðu þá eins og Dele.’