Miðjumaðurinn öflugi Joao Moutinho hefur krotað undir nýjan samning við Wolves.
Þetta var staðfest nú rétt í þessu en Moutinho skoraði í 2-1 sigri á Bournemouth í deildinni í dag.
Portúgalinn hefur spilað með Wolves síðan í fyrra en hann var áður hjá Sporting, Porto og Monaco.
Hann hefur krotað undir samning til ársins 2022 og er því samningsbundinn næstu þrjú árin.
Moutinho er einnig portúgalskur landsliðsmaður en hann er 33 ára gamall í dag.