Það var baulað hressilega á Gareth Bale í kvöld sem spilar með Real Madrid á Spáni.
Bale sýndi Real vanvirðingu á dögunum er hann fagnaði sæti á EM með welska landsliðinu.
Þar fagnaði hann með borða sem stóð á: ‘Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð’ en vængmaðurinn elskar að spila golf.
Hann virðist ekki hafa miklar taugar til spænska liðsins og fékk svo sannarlega að heyra það í kvöld.
Það er einnig baulað á Bale í hvert skipti sem hann snertir boltann.
Þetta má sjá hér.
Rodrygo-Vini-Lucas bale
In that order lmao #RMARSO
pic.twitter.com/W7pyfIjgBF— Sami 🇲🇷 (@SamiZaiiin) 23 November 2019