Unai Emery, stjóri Arsenal, segist vera með stuðning frá stjórn félagsins þrátt fyrir lélegt gengi.
Stuðningsenn Arsenal vilja flestir sjá Emery taka pokann sinn en liðið gerði 2-2 jafntefli við Southampton í dag.
,,Félagið styður við bakið á mér á hverjum degi og ég verð líka að taka ábyrgð,“ sagði Emery.
,,Ég veit að ég get gert betur, ég get náð meiru úr leikmönnunum og ég mun reyna að gera það.“
,,Ég skil stuðningsmennina. Þeir eru reiðir, pirraðir og vonsviknir. Leikmennirnir eru á sama máli.“