Manchester City vann 2-1 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var í Manchester.
Leikur kvöldsins var fjörugur og fengu bæði lið tækifæri til að vinna leikinn en City hafði betur að lokum.
N’Golo Kante kom Chelsea yfir en þeir Kevin de Bruyne og Riyad Mahrez tryggðu City sigur.
Raheem Sterling virtist hafa skorað þriðja mark City í blálokin en VAR dæmdi það hins vegar af.
Nú eru margir reiðir á ný en miðað við myndirnar er ekki að sjá að Sterling sé fyrir innan.
Dæmi nú hver fyrir sig.