Gylfi Þór Sigurðsson átti alls ekki frábæran leik í dag er Everton mætti Norwich í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi fékk tækifæri í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn er liðið tapaði óvænt 2-0 á heimavelli.
Það voru fáir leikmenn Everton sem náðu sér á strik en Gylfi fær verstu einkunn ásamt Morgan Schneiderlin.
Báðir leikmenn fá fjóra í einkunn frá Liverpool Echo og höfðu ekki jákvæð áhrif á spilamennsku heimaliðsins.
Gylfi hefur verið í basli á öllu tímabilinu en hann var einn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.