Manchester City 2-1 Chelsea
0-1 N’Golo Kante(21′)
1-1 Kevin de Bruyne(29′)
2-1 Riyad Mahrez(37′)
Það fór fram stórskemmtilegur leikur á Englandi í kvöld er lið Chelsea heimsótti Manchester City.
Það var ekkert gefið eftir á Etihad vellinum en það voru meistararnir sem fögnuðu að lokum 2-1 sigri.
N’Golo Kante kom Chelsea yfir á 21. mínútu en hann skoraði eftir laglega sendingu frá Mateo Kovacic.
Stuttu seinna jafnaði Kevin de Bruyne fyrir City en hann átti skot sem fór í Kurt Zouma og í netið.
Riyad Mahrez skoraði svo sigurmark City á 37. mínútu en hann átti góðan sprett inn í vítateig Chelsea og skoraði með góðu skoti í fjærhornið.