Tottenham er heppið að Jose Mourinho eigi að baki mörg ár í ensku úrvalsdeildinni en Portúgalinn segir þetta sjálfur.
Mourinho stýrði Tottenham í fyrsta sinn í dag en liðið vann West Han 3-2 eftir að hafa verið 3-0 yfir.
,,Ég var mjög ánægður áður en við fengum þessi tvö mörk á okkur, við vorum að spila vel og gera það sem við höfðum reynt á æfingum,“ sagði Mourinho.
,,Við voum með boltann til að skora fjórða markið og klára leikinn. Við erum heppnir að ég eigi svo mörg ár að baki í úrvalsdeildinni svo ég sagði leikmönnunum í hálfleik að leikurinn yrði enn opinn þó staðan væri 3-0 eftir 85 mínútur.“
,,Það var margt sem spilaði inn í. Tilfinningar gagnvart fyrrum stjóranum, fólk að snúa aftur eftir landsleiki og þreyta síðustu 20 mínúturnar.“