Það er ansi líklegt að nú sé starf Unai Emery hjá Arsenal í mikilli hættu eftir leik við Southampton í dag.
Arsenal tókst að tryggja stig á heimavelli en það þurfti ansi mikið til að það yrði raunin í dag.
Alexandre Lacazette skoraði bæði mörk heimamanna í 2-2 jafntefli en jöfnunarmark hans kom á 96. mínútu í uppbótartíma.
Arsenal hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð og situr í 7. sæti deildarinnar með 18 stig, 19 stigum á eftir toppliði Liverpool.
Liverpool vann sterkan útisigur á sama tíma gegn Crystal Palace þar sem um spennandi leik var að ræða.
Roberto Firmino reyndist þó hetja Liverpool en hann tryggði liðini stigin þrjú í 1-2 sigri.
Gylfi Þór Sigurðsson lék þá allan leikinn með Everton sem tapaði 1-0 heima gegn Norwich.
Fleiri leikir voru á dagskrá og hér má sjá úrslit dagsins.
Arsenal 2-2 Southampton
0-1 Danny Ings(8′)
1-1 Alexandre Lacazette(18′)
1-2 James Ward Prowse(71′)
2-2 Alexandre Lacazette(96′)
Crystal Palace 1-2 Liverpool
0-1 Sadio Mane(49′)
1-1 Wilfried Zaha(82′)
1-2 Roberto Firmino(85′)
Everton 0-2Norwich
0-1 Todd Cantwell(54′)
0-2 Dennis Srbeny(93′)
Brighton 0-2 Leicester
0-1 Ayoze Perez(64′)
0-2 Jamie Vardy(82′)
Bournemouth 1-2 Wolves
0-1 Joao Moutinho(21′)
0-2 Raul Jimenez(31′)
1-2 Steve Cook(59′)
Watford 0-3 Burnley
0-1 Chris Wood(53′)
0-2 Ashley Barnes(82′)
0-3 James Tarkowski(87′)