West Ham 2-3 Tottenham
0-1 Heung-Min Son(36′)
0-2 Lucas(43′)
0-3 Harry Kane(49′)
1-3 Michail Antonio(73′)
2-3 Angelo Ogbonna(97′)
Jose Mourinho byrjar ansi vel með lið Tottenham en hann tók við keflinu fyrr í þessari viku.
Mourinho stýrði liðinu í sínum fyrsta leik og var West Ham mótherji dagsins en leikið var á Olympíuleikvanginum.
Tottenham var 2-0 yfir eftir fyrri hjálfleik en þeir Heung Min-Son og Lucas Moura gerðu mörkin.
Snemma í seinni hálfleik skoraði Harry Kane þriðja mark Tottenham og útlitið orðið afar bjart.
Michail Antonio lagaði stöðu fyrir West Ham á 73. mínútu og skoraði Angelo Ogbonna annað mark áður en flautað var til leiksloka.
Mark Ogbonna kom aðeins of seint og tókst Tottenham að sigra 2-3 útisigur á grönnum sínum.