Diego Maradona er hættur við að hætta sem knattspyrnustjóri Gimnasia í Argentínu.
Frá þessu var greint í gær en lögfræðingur Maradona, Matias Morla, staðfesti þessar fregnir.
Maradona var ráðinn stjóri Gimnasia þann 8. september en ákvað að segja upp fyrr í þessari viku.
Stuðningsmenn liðsins mótmæltu þeirri ákvörðun verulega og mættu til að mynda fyrir utan hús Argentínumannsins.
Maradona ákvað því að slá til og halda áfram þrátt fyrir mjög erfitt gengi hingað til.
Hann ætti því að vera mættur á hliðarlínuna á morgun aðeins 48 tímum eftir að hafa sa gt upp.