Mario Balotelli, leikmaður Brescia, er byrjaður að koma sér í vesen hjá sínu nýja félagi.
Balotelli samdi við Brescia í sumar en hann er þekktur fyrir það að vera einn af vandræðagemsum boltanns.
Hann reifst heiftarlega við Fabio Grosso, stjóra Brescia, á æfingu í gær og var í kjölfarið sendur heim.
Aðeins klukkutími var búinn að æfingunni þegar Grosso fékk nóg og sendi Balotelli burt.
Ítalinn gerði þriggja ára samning við Brescia í sumar en nú er óvíst hvort hann eigi framtíð þar eftir komu Grosso.