Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, býður Jose Mourinho velkominn aftur í deildina en hann er stjóri Tottenham í dag.
Mourinho tók við af Mauricio Pochettino eftir að hafa verið án starfs síðan í desember í fyrra.
,,Velkominn aftur Jose. Það er mjög skemmtilegt að fá hann aftur,“ sagði Klopp.
,,Það var hægt að sjá hversu örvæntingarfullur hann var ekki í vinnu. Poch er ekki þarna lengur svo það er hægt að sjá hversu fljótt hlutirnir breytast.“
,,Hann stóð sig frábærlega hjá Tottenham. Hann er magnaður þjálfari og frábær náungi. Við eigum sögu saman.“