Hector Bellerin, leikmaður Arsenal, viðurkennir að það séu skiptar skoðanir um miðjumanninn Granit Xhaka hjá félaginu.
Xhaka sagði stuðningsmönnum Arsenal að fara til fjandans nýlega og hefur ekki spilað vegna þess síðan í október.
,,Það er erfitt fyrir leikmann að takast á við þetta í búningsklefanum,“ sagði Bellerin.
,,Það eru skiptar skoðanir um þetta og það er aldrei leiðin fram á við.“
,,Við þurfum að sætta okkur við það sem við erum, það sem við erum með og fá alla saman til að styðja hvor annan. Þannig náum við markmiðunum.“