Sir Alex Ferguson, goðsögn Manchester United, er með ráð fyrir Jose Mourinho, nýjan stjóra Tottenham.
Ferguson hikaði ekki við að nota unga leikmenn sem þjálfari og vill sjá Mourinho gera það sama.
,,Málið með unga leikmenn, ef þú gefur þeim tækifærið þá grípa þeir það ekki bara heldur þá bregðast þeir þér aldrei,“ sagði Ferguson.
Þeir eru með metnaðinn til að gera vel. Ef við skoðum ungu leikmennina frá ’92 þá gaf ég þeim tækifæri til að spila fyrir framan 75 þúsund manns og þeir vilja ekki missa af því.“
,,Þeir stóðu sig allir mjög vel og þeir eru líka allir góðar manneskjur.“