Ross Barkley, leikmaður Chelsea, kom sér í vandræði í annað sinn á stuttum tíma í vikunni.
Barkley kom sér í vandræði nýlega er hann var með leiðindi í leigubíl og kom lögreglan á staðinn.
Nú var Barkley myndaður í Dubai þar sem hann skemmti sér á næturklúbbi og dansaði um ber að ofan.
Barkley var langt frá því að vera edrú en Chelsea spilar gegn Manchester City í úrvalsdeildinni í dag.
Frank Lampard, stjóri Chelsea, er væntanlega öskuillur og er framtíð leikmannsins í hættu.
Þetta má sjá hér.