Christian Eriksen á líklega ekki framtíð fyrir sér hjá Tottenham eftir komu Jose Mourinho.
Þetta segir Chris Waddle, fyrrum leikmaður liðsins, en hann telur að þeir tveir muni ekki ná vel saman á bakvið tjöldin.
,,Ég er ekki viss um það að Mourinho og Eriksen nái vel saman,“ sagði Waddle.
,,Eriksen hefur verið skýr með það að hann vilji komast burt frá Tottenham og ég sé fyrir mér að Mourinho velji hann ekki reglulega.“
,,Mourinho heimtar algjöra virðingu í klefanum og mun gera leikmenn hrædda.“