Luis Suarez, leikmaður Barcelona, er opinn fyrir því að spila í Bandaríkjunum er hann yfirgefur félagið.
Suarez er 32 ára gamall en það er þekkt að leikmenn vilji enda ferilinn í MLS-deildinni.
,,MLS er deild sem hefur þróast vel á síðustu árum og það er hægt að sjá unga leikmenn færa sig þangað og sérstaklega frá Suður-Ameríku,“ sagði Suarez.
,,Það sýnir að deildin vill komast lengra og ekki bara fá leikmenn sem vilja enda ferilinn þarna.“
,,Ég er samningsbundinn Barca og er ánægður en maður veit ekki hvað gerist í framtíðini, þetta er spennandi deild.“