Eden Hazard, hefur viðurkennt að hann hafi verið alltof feitur þegar hann mætti til leiks hjá Real Madrid. Eftir gott sumarfrí.
Hazard hafði skutlað á sig fimm kílóum í sumar þegar hann gerði vel við sit í mat og drykk.
,,Þetta er satt, ég ætla ekkert að fela það. Þegar ég er í fríi, þá er ég í algjöru fríi,“ sagði Hazard.
,,Ég setti á mig fimm kíló, ég er maður sem bæti hratt á mig en ég tek það líka hratt af mér.“
Hazard hefur mátt þola harkalega gagnrýi fyrir þetta, enda bestu leikmenn heims ekki lengur að bæta á sig í sumarfríi.
,,Þegar ég var 18 ára í Lille var ég 73 kíló, í toppformi er ég 75 kíló í dag. ÉG var 80 kíló í sumar. Ég missti þau á 10 dögum.“