Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Xherdan Shaqiri eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu.
Shaqiri hefur lítið fengið að spila undanfarin tvö tímabil en meiðsli hafa þó sett strik í reikning Svisslendingsins.
,,Hann var meiddur í fimm vikur og það er tími þar sem við getum ekki horft á hann sem leikmann,“ sagði Klopp.
,,Þegar ég er með honum þá er hann mjög ánægður og við getum ekki breytt þessum sögusögnum.“
,,Ég veit ekki hvað ég get sagt um þetta. Auðvitað á hann framtíð hérna en við ræðum hana þar til tímabilið endar.“