Christian Benteke, leikmaður Crystal Palace, viðurkennir að hann gæti farið annað í janúar.
Benteke skoraði fyrir Belgíu í leik gegn Kýpur á dögunum en hann fékk tækifæri þrátt fyrir lélegt gengi með félagsliði.
Benteke hefur aðeins skorað fjögur mörk í síðustu 60 leikjunum fyrir Palace og er nú mikið á varamannabekknum.
,,Að spila fyrir félagsliðið og landsliðið er alltaf öðruvísi. Ég vona að leikurinn gegn Kýpur hafi gefið mér sjálfstraustið aftur,“ sagði Benteke.
,,Ég vona að ég geti skorað fyrir Palace. Ég verð líka að hugsa um janúargluggann. Það gefur mér tækifæri til þess að sjá hvað er til ráða.“
,,Það er mikilvægt að fá að spila fyrir félagsliðið en það sem gerist með landsliðinu er líka mikilvægt.„