Sven Goran Eriksson, fyrrum stjóri Englands, er viss um að Liverpool vinni titilinn á þessu tímabili.
Eriksson viðurkenndi á sama tíma að hann sé harður stuðningsmaður liðsins og vonast eftir góðu gengi.
,,Þetta verður þeirra ár, ég er viss um það. Ég er aðdáandi Liverpool og hef verið allt mitt líf,“ sagði Eriksson.
,,Jurgen Klopp er að gera frábæra hluti. Þeir spila mjög góðan fótbolta, andinn er góður og þeir snúa taflinu alltaf við þó þeir séu undir.“
,,Ég er ansi viss um það að þetta sé ár Liverpool og að þeir vinni titilinn.“