Peter Crouch, fyrrum landsliðsmaður Englands, spurði eitt sinn leikmenn Manchester United út í goðsögnina Cristiano Ronaldo.
Ronaldo spilar með Juventus í dag en hann var áður hjá United og svo Real Madrid.
Þeir sögðu Ronaldo reglulega að Leo Messi væri betri leikmaður og var Portúgalinn alltaf með gott svar tilbúið.
,,Ég ræddi við suma leikmenn United og spurði hvernig Ronaldo væri,“ sagði Crouch.
,,Þeir sögðu mér að þeir grínuðust reglulega í honum og sögðu að Messi væri betri en hann.“
,,Ronaldo svaraði þá: ‘Já en Messi lítur ekki svona út.’