fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
433Sport

Pétur neitar að tjá sig um hvort FH skuldi sér pening: Vandræði félagsins auðvelduðu ákvörðun hans að hætta

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Viðarsson, fyrrum varnarmaður FH segir að vandamál félagsins hafi hjálpað sér að taka þá ákvörðun að hætta í fótbolta. Fjárhagsleg vandræði FH virðast vera nokkur, ef marka má ummæli Péturs í hlaðvarpsþættinum FantasyGandalf. Þar kveðst hann hafa fundað oft með þeim sem stjórna FH í sumar, hann hafi ráðlagt þeim hvernig mætti leysa málin.

Hugi Halldórsson, annar af stjórnendum þáttarins spurði Pétur um ástæðu þess af hverju vandamál félaga leki nú í fjölmiðla, í meira magni en áður. ,,Ég held að stór hluti sé aðgangur að leikmönnum, þú getur sent á Messenger. Menn þekkjast, vinir leikmanna eru að skrifa fyrir fótbolta.net eða 433. Það er spjallað saman, hent á Twitter. Það er meira aðgengi að leikmönnum, auðveldara að ná í menn,“ sagi Pétur í þessu áhugaverða spjalli við FantasyGandalf.

Fjárhagsvandamál FH hafa verið mikið í umræðunni. Það finnst Pétri ekki eðlilegt. ,,Það er ekki eining ef einn eða tveir eru að tjá sig við fjölmiðla. Ég myndi ekki vilja að vandamál félags, færu í fjölmiðla. Frekar að reyna að leysa þetta, þá koma sögur sem eru ekki sannar.“

,,Ég upplifði það, við ræddum þetta mikið í sumar og það var alltaf eining í klefanum. Liðsmenn stóðu alltaf saman, þjálfararnir voru með okkur. Við gerðum þetta allir saman til að ná árangri, allir að róa í sömu átt. Mér fannst við allir reyna okkar besta, til að ná árangri. Þjálfarateymið með í því.“

Það vakti mikla athygli í vikunni þegar stjarna FH-inga, Steven Lennon birti mynd af syni sínum. Við hana skrifaði Lennon að þarna væri drengurinn að reyna að grafa eftir laununum sínum, þetta setti olíu á þann eld sem hefur verið í gangi.

,,Ég myndi segja að þetta sé eitthvað sem eigi að leysast innan klúbbsins, Lennie verður að svara af hverju hann gerði þetta. Ég er með skoðanir á þessu, mér finnst að þetta eigi að leysast innan klúbbsins. Það er vandamál félagsins að hafa ekki rætt nógu mikið við Lennie og leysa hans mál. Ég skil Lennie, að ef hann er ekki búinn að fá allt greitt. Þá gerir hann til þess að fá það. Það er sorglegt að þetta sé að gerast, klúbburinn verður að leysa þetta. Ég vona að innilega að það fari að gerast sem FH-ingur.“

Pétur var spurður að því hvort hann ætti inni fjármuni hjá FH. ,,Mig langar ekkert rosalega mikið að tjá mig um það.“

Hann segir frá fundum sem hann átti með framkvæmdarstjóra og formanni félagsins í sumar. ,,Ég get sagt það, ég er búinn að funda með FH-ingum. Fór á marga fundi með formanni og framkvæmdarstjóra í sumar, kom með mínar skoðanir á ákveðnum málum. Gerði það með Óla í lok tímabils, allt frá mér er komið á þá staði sem það á að fara. Svo er það hjá klúbbnum að gera það. Eins og staðan er núna er ég ekkert á æfingum, er ekkert að gera. Þetta truflar mig ekki neitt.“

Þegar Pétur var spurður um það hvort fjárhagsvandræði klúbbsins, hefðu spilað inn í ákvörðun hans að hætta var svarið ekki flókið. ,,Vandamál klúbbsins? Það auðveldar ákvörðunina,“ sagði Pétur sem átti magnaðan feril með FH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viðbrögð Ten Hag vekja athygli – Spurður að því hvort þetta verði hans síðasti leikur

Viðbrögð Ten Hag vekja athygli – Spurður að því hvort þetta verði hans síðasti leikur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Las þetta úr svörum Hareide varðandi Gylfa Þór

Las þetta úr svörum Hareide varðandi Gylfa Þór
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Albert spilar í kvöld í kjölfar vendinga í máli hans

Albert spilar í kvöld í kjölfar vendinga í máli hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs og Óskar Hrafn á RÚV í sumar

Arnar Gunnlaugs og Óskar Hrafn á RÚV í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Jóhann Már kemur og ræðir allt það helsta

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Jóhann Már kemur og ræðir allt það helsta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breyting á leikjum vegna veðurs

Breyting á leikjum vegna veðurs