fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Olga lést í sumar eftir harða baráttu: Fyrrum landsliðskonur safna fyrir fjölskylduna – „Við tölum um dauðann og það að deyja“

433
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðskonurnar fyrrverandi, Guðlaug Jónsdóttir og Ásta Árnadóttir hafa síðustu ár staðið fyrir styrktarleik. Í ár hefur verið ákveðið hefur verið að styrkja eiginmann og börn Olgu Steinunnar Weywadt Stefánsdóttur.

Olga var fædd árið 1975 og lék hún upp yngri flokkana með Val. Olga lék með nokkrum liðum í meistaraflokki hér á landi; Fram, Fjölni, KR, ÍBV, FH og HSH, á árunum 1993-2003, alls 71 leik og skoraði 25 mörk

,,Í fyrra stóðum ég og Ásta fyrir styrktarmóti fyrir allar knattspyrnukonur 20 ára og eldri. Við söfnuðum 500.000 fyrir Petru og Frosta. Í ár verðum við aftur með styrktarmót sem haldið verður 28. desember í Egilshöll,“
skrifar Guðlaug í uppfærslu á Facebok.

Olga bjó í Svíþjóð með fjölskyldu sinni en árið 2013 greinist hún með brjóstakrabbamein og flytur til Íslands eftir það. Olga var áberandi í fjölmiðlum með sjúkdóm sinn og birtust m.a. viðtöl við hana í Vikunni, Mannlífi og DV. Olga lést í júlí byrjun og lætur eftir sig eiginmann og 3 börn.

Eftir greininguna árið 2013 fór Olga Steinunn í lyfjameðferð, brjóstnám og geislameðferð. Hún greindist aftur með krabbamein árið 2015 og voru þá komin meinvörp í lifur, hrygg og mjöðm. Krabbameinið var ólæknandi og var því haldið lengi niðri með hormónameðferð og inndælingu lyfja á þriggja mánaða fresti.

Olga Steinunn taldi mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og taka hann í sátt. Um þetta sagði hún: „Sérstaklega þegar hann hangir svona fyrir ofan mig og andar ofan í hálsmálið á mér og fjölskyldunni. Ég sætti mig auðvitað ekki við að deyja og hræðist það á vissan hátt, en ég vil eiga góð ár framundan. Mér finnst líka mikilvægt að ræða um dauðann við lífsförunautinn og fara yfir helstu óskir manns,“ sagði Olga árið 2018.

Gísli Álfgeirsson eiginmaður Olgu sagði við Stöð2 þegar hann og Olga ræddu veikindin að þau reyndu sitt besta í að ræða veikindin og dauðann við börnin sín þrjú. ,„Við tölum um dauðann og það að deyja og reynum svolítið að lifa lífinu eins og það er, þótt það geti verið ömurlegt og gott inni á milli,“ sagði Gísli.

,,Við erum stoltar að tilkynna ykkur það að við, og þið, ætlið að styrkja fjölskyldu Olgu Steinunnar í ár,“ skrifar Guðlaug.

Hægt er að styrkja fjölskyldu Olgu með því að leggja inn á þennan reikning
0111-26-702209, kt. 2209715979.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Í gær

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Í gær

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool