Tottenham á Englandi hefur staðfest það að Jose Mourinho sé nýr stjóri félagsins. Mourinho hefur verið án félagsins síðan í desember í fyrra en hann var þá rekinn frá Manchester United.
Hann hefur verið orðaður við starfið síðustu mánuði en Mauricio Pochettino var rekinn í gær. Pochettino starfaði hjá Tottenham í heil fimm ár en nú tekur nýr kafli við hjá félaginu. ,,Í Jose þá erum við með einn sigursælasta þjálfara knattspyrnunnar. Hann er með mikla reynslu og getur hvatt lið áfram,“ sagði Daniel Levy, eigandi liðsins í morgun.
Mourinho er mættur aftur í boltann eftir tæpt ár frá boltanum, hann tók að meðaltai 1,89 stig í starfi hjá Manchester United. Það er nákvæmlega sami árangur og Pochettino náði í starfi hjá Tottenham. Síðustu mánuður Pochettinho voru hins vegar afar erfiðir.
Tottenham vann síðast titil árið 2008 þegar félagið vann deildarbikarinn undir stjórn Juande Ramos, síðan þá hefur Mourinho unnið tíu titla. Félagið er því að treysta á það að Mourinho komið með sína sigurhefð inn í London.
Titlar síðam 2008:
Jose Mourinho – 10
Tottenham – 0