Thiago Silva, leikmaður PSG, segir að það sé honum að þakka að Zlatan Ibrahimovic gekk í raðir félagsins.
Bæði Silva og Zlatan gengu í raðir PSG frá AC Milan árið 2012 en sá fyrrnefndi er ennþá þar í dag.
,,Ég var nýbúinn að skrifa undir samning þegar hann hringdi í mig,“ sagði Silva.
,,Thiago, ertu í alvöru að fara til PSG? Hann sagði það við mig, ég sagði að það væri klárt, að ég væri búinn að skrifa undir.“
,,Hann spurði: ‘Án gríns? Ef þú ferð ekki þangað, skrifa ég ekki undir, ef þú lýgur að mér þá mun ég sjá um þig!’