fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025

Stoltar af því að vera flennur: „Flenna er allt annað en heimsk“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 18. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alicia Amira er 29 ára og atvinnu flenna (e. bimbo) að eigin sögn. Hún stofnaði merkið Be A Bimbo sem selur föt og skartgripi. Hún er stolt af því að vera flenna og segir Barcroft TV sögu sína.

„Flenna er kona sem eignar sér kynferði sitt. Hún er örugg. Henni er alveg sama um hvað öðrum finnst um sig […] Það er svo mikil smán gagnvart orðinu flenna. Flenna er allt annað en heimsk. Að vera flenna er valdeflandi því þú ert að berjast gegn kerfi sem hefur verið að ritskoða og lækka konur eins og mig í tign,“ segir Alicia.

„Við höfum alist upp í heimi þar sem konum er kennt að skammast sín fyrir kynferði sitt og kvenleika sinn, eða fela hann.“

Alicia segir að algengasta ranghugmyndin sem fólk hefur um hana sé að hún sé heimsk.

„Í hvert skipti sem ég tala við fólk er það hissa. „Ó hún getur í alvöru talað,“ hugsar fólk,“ segir Alicia.

Hún er með yfir 300 þúsund fylgjendur á Instagram og skrifar reglulega pistla eins og þennan hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B3cMka1lZBG/

Fordómar

„Ég var 26 ára þegar ég tók fyrst þátt í kynlífsiðnaðinum. Ég held að við höfum öll okkar ástæður að vera í þessum bransa,“ segir Alicia.

„Ég stofnaði tískumerkið Be a Bimbo því mér fannst ég svo dæmd á hverjum degi.“

Barcroft TV fylgir Aliciu í myndatöku þar sem hún hittir fjórar aðrar „flennur.“ Þær eru mjög ólíkar. Til að mynda er ein þeirra læknisnemi og önnur klámstjarna.

Það er ört stækkandi samfélag af flennum þarna úti samkvæmt Aliciu sem skiptir hana miklu máli, þar sem hennar lífsviðurværi gengur út á það.

„Þetta er ekki merki, þetta er hreyfing (e. movement),“ segir Alicia.

Horfðu á þátt Barcroft TV hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.