Íslenska karlalandsliðið vann 2-1 útisigur á Moldóva í kvöld í lokaleiknum í undankeppni EM.
Leikurinn skipti engu máli fyrir Ísland sem átti ekki möguleika á að ná öðru sæti riðilsins.
Við ræddum við Ragnar Sigurðsson eftir leikinn:
,,Já það er mjög svekkjandi. Við vorum ánægðir með að klára leikinn í dag þó hann hafi verið mjög skrítinn,“ sagði Raggi um að 19 stig dugi ekki til að komast áfram.
,,Við vorum bara ekki einbeittir og mér leið hálf asnalega inni á vellinum. Þetta var ekki alveg nógu solid en gott að klára þetta.“
,,Þessi leikur skipti nákvæmlega engu máli upp á keppnina að gera en skipti okkur máli að enda þetta með sigri. Við gerum það.“