fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Einkunnir úr sigri Íslands í Moldóvu: Birkir Bjarnason bestur

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Moldóvu:

Íslenska karlalandsliðið endar undankeppni EM á sigri en við spiluðum við Moldóva á útivelli í kvöld. Leikur kvöldsins var fínasta skemmtun en strákarnir sóttu þrjú góð stig til Moldóva.

Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark Íslands snemma leiks en hann kom boltanum í netið á 17. mínútu. Heimamenn jöfnuðu nokkuð óvænt á 56. mínútu en Moldóva ógnaði marki Íslands þónokkrum sinnum í leiknum.

Stuttu seinna skoraði Gylfi Þór Sigurðsson annað mark Íslands og fékk svo að stíga á vítapunktinn um 12 mínútum síðar. Gylfa tókst hins vegar ekki að skora úr spyrnunni en markvörður Moldóva varði meistaralega. Ískaldur Gylfi á vítapunktinum, síðustu mánuði.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og endar Ísland riðlakeppnina með 19 stig úr tíu leikjum. Liðið leikur í umspili um laust sæti á EM, í mars.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 6
Hefði mögulega mátt koma af línunni í marki Moldóvu en varnarmenn liðsins voru illa staðsettir.

Guðlaugur Victor Pálsson 5
Ágætis frammistaða

Ragnar Sigurðsson 6
Sem betur fer hætti Ragnar ekki eftir HM í Rússlandi, öflugur í þessari undankeppni.

Sverrir Ingi Ingason 5
Var sofandi í markinu sem Moldóva skoraði en var þess utan í fínum takti.

Ari Freyr Skúlason 7
Endurkoma Ara inn í landsliðið hefur verið frábær, flestir héldu að hann yrði á bekknum til framtíðar en hann hefur gripið gæsina með báðum höndum.

Mikael Neville Anderson (´54) 7
Flottur fyrsti leikur í byrjunarliði, gerði vel í marki Birkis og komst vel frá sínu. Var sparkaður í tvígang illa niður og fór meiddur af velli.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Fínasti leikur, gott mark en vandræðin á vítapunktinum halda áfram.

Birkir Bjarnason 8
Besti maður vallarins, þetta haust hefur verið frábært hjá Birki. Toppaði það með góðum leik og marki í kvöld.

Arnór Sigurðsson 6
Sást ekki fyrsta klukkutímann en gerði vel eftir það, fiskaði vítaspyrnuna vel.

Jón Daði Böðvarsson 7
Gerði vel í markinu hans Gylfa og var talsvert í boltanum. Mjög öflugur í síðari hálfleik

Kolbeinn Sigþórsson (´29) 6
Hafði byrjað fínt en það var erfitt að sjá framherjann meiðast enn á ný.

Varamenn:

Viðar Örn Kjartansson (´29) 6
Kom með ágætis kraft inn og hefði getað skorað.

Samúel Kári Friðjónsson (´54) 5
Komst fínt frá sínu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“