fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

8.500 miðar fráteknir fyrir leik Íslands og Moldóvu

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Kísinev í Moldóvu:

Óvíst er hversu margir verða Zimbru Stadium í Kísinev í kvöld þegar Moldóva tekur á móti Íslandi. Sex þúsund ársmiðahafar eiga miða á alla leiki undankeppninnar en klukkan 12 á hádegi í dag höfðu 2.500 miðar til viðbótar selst í almennri sölu. Þetta eru því samtals um 8.500 miðar sem eru fráteknir. Völlurinn tekur 10.400 áhorfendur í sæti.

Leikurinn fer fram nokkuð seint á heldur köldu sunnudagskvöldi og því óvíst hvort allir ársmiðahafar skili sér. Leikurinn hefst klukkan 21:45 að staðartíma og lýkur því ekki fyrr en um 23:30. Þar að auki hefur árangur Moldóvu í undankeppninni ekki verið upp á marga fiska, þó stuðningsmenn hafi ef til vill tekið við sér eftir góðan leik gegn heimsmeisturum Frakka á fimmtudagskvöld.

Samkvæmt fjölmiðlum í Moldóvu er reiknað með um hundrað Íslendingum á leikinn sem er nokkuð ríflegt samkvæmt upplýsingum 433.is. Að minnsta kosti einn hópur Íslendinga, samtals um tólf manns, verða á vellinum en vel gæti verið að þeir séu fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Í gær

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar