fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Dómarinn sem sendi Rúrik í sturtu gegn Finnum verður með flautuna í kvöld

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 10:30

Pavel verður með flautuna í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Kísinev í Moldóvu:

Það kemur í hlut Tékkans Pavel Královec að dæma leik Íslands og Moldóvu í síðasta leik okkar í undankeppni Evrópumótsins næsta sumar. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma en 21:45 að staðartíma.

Pavel til aðstoðar verða Ivo Nadvornik og Tomáš Mokrusch. Fjórði dómari leiksins er Miroslav Zelinka.

Pavel Královec er fæddur árið 1977 og er reynslumikill dómari. Hann dæmdi í undankeppni EM árið 2008 og hefur einnig dæmt í Evrópudeildinni og Meistaradeildinni. Pavel dæmdi fjóra leiki í undankeppni HM 2018, þar á meðal var leikur Finnlands og Íslands í september 2017.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Finna en í leiknum fékk Rúrik Gíslason að líta rauða spjaldið. Rúrik hafði komið inn á sem varamaður í leiknum en rúmum fimmtán mínútum síðar var hann farinn af velli með tvö gul spjöld. Í samantekt Vísis frá leiknum kom fram að Pavel hafi átt slakan leik.

„Slakur dómari leiksins, Pavel Královec, var í sviðsljósinu í fyrri hálfleik. Tim Sparv, fyrirliði Finnlands, komst upp með að gefa Alfreð olnbogaskot og Robin Lod slapp á einhvern óskiljanlegan hátt með gult spjald þegar hann fór með sólann í legginn á Alfreð. Þá eru ótaldar nokkrar ákvarðanir Královec sem orkuðu tvímælis,“ segir í umfjöllun Vísis frá 2017.

Eins og að framan greinir er Pavel þó reynslumikill dómari sem hefur fengið nokkra stóra leiki á undanförnum árum. Hann dæmdi tvo leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra og fjóra leiki árið þar á undan, þar á meðal leik Manchester City og Basel í 16-liða úrslitum keppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Í gær

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar