Alfreð Finnbogason spilaði með íslenska landsliðinu í vikunni sem mætti Tyrkjum í undankeppni EM.
Alfreð er einn besti leikmaður íslenska liðsins en hann entist í aðeins um 20 mínútur í markalausu jafntefli.
Framherjinn þurfti að fara af velli snemam leiks en hann fór úr axlarlið og verður frá í einhvern tíma.
Það er sérstaklega mikið áfall fyrir félagslið hans Augsburg sem treystir á mörk leikmannsins.
,,Úrslitin á föstudag voru mikil vonbrigði en að meiðast á sama tíma gerði það ennþá súrara,“ sagði Alfreð á Instagram í dag.
,,Bataferlið er farið af stað og ég mun leggja harðar að mér en áður til að snúa aftur á völinn sem fyrst. Eftir versta storminn þá skín sólin á ný.“