Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður, ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi í Moldóva í dag fyrir leik í undankeppni EM á morgun.
Jón svaraði þar spurningum en það er lítið undir fyrir Ísland í leiknum þar sem annað sætið er ekki lengur möguleiki.
Sóknarmaðurinn segir þó að hvatningin sé til staðar og tjáði sig einnig um það að spila á vængnum frekar en í fremstu víglínu.
,,Við viljum klára þennan riðil með sæmd. Það voru gríðarleg vonbrigði að ná ekki að stela þessu gegn Tyrkjum. Við vorum skúffaðir í eitt kvld. En við förum í þennan leik til að klára hann með stæl og vonandi með sigri,“ sagði Jón.
,,Þetta er svona flassbakk til 2012 frá því að maður var á Selfossi. Maður kann alveg á þessa stöðu og finnst ég alveg gera gagn þar líka.“
,,Ég spila þar sem þjálfarinn vill að ég spili. Það er búið að vera gaman að rifja þetta upp á gamla mátann. Gaman að því.“