Það varð gjörsamlega allt vitlaust í Finnlandi í gær er finnska landsliðið spilaði við Liechtenstein.
Finnland hefur komið öllum á óvart í undankeppni EM og er búið að tryggja sæti sitt á EM.
Finnarnir enda í öðru sæti riðilsins með 18 stig en Ítalía vinnur hann örugglega með 27 stig.
Eftir lokaflautið í 3-0 sigri á Helga Kolviðssyni og félögum í gær þá varð allt vitlaust á vellinum.
Finnland var að tryggja sæti sitt á EM í fyrsta sinn og eins og sjá má var gleðin alvöru!