Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, segir Englendingum að láta liðsfélaga sinn Joe Gomez í friði.
Það var baulað á Gomez á dögunum í leik gegn Svartfjallalandi eftir atvik sem kom upp með hann og Raheem Sterling.
Þeir slógust á æfingu enska liðsins sem endaði með því að Sterling var bannað að taka þátt í leiknum sem England vann 7-0.
,,Það var mjög svekkjandi að sjá þetta. Það er nú búið að klára þetta mál,“ sagði Van Dijk.
,,Þeir ættu að hætta að tala um þetta því þetta er eitthvað sem gerðist og það er búið að leysa það.“
,,Allir þurfa að gleyma þessu, látiði Joe í friði. Það var mjög svekkjandi að horfa á þetta.“