Í kvöld fékk Njarðvík öfluga og reynda leikmenn þá Alexander Magnússon og Marc McAusland.
Marc McAusland sem er þrjátíu og eins árs Skoti sem hefur leikið hér á landi síðan 2016 með Keflavík og nú síðast með Grindavík. Marc á að baki 41 leik í A deild, 43 leiki í B deild ásamt 7 leikjum í Bikarkeppni. Hann verður spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks.
Alexander er þrjátíu ára gamall uppalinn leikmaður hjá Njarðvík og á hann 51 leik með meistarflokki á árunum 2007 til 2009. Ásamt því að spila mun Alexander sjá um styrktarþjálfun fyrir meistara og 2. flokk deildarinnar. Alexander lék með Kórdrengjum sl. sumar.