Framherjijnn öflugi Timo Werner mun líklega yfirgefa lið RB Leipzig á næsta ári.
Werner hefur lengi verið eftirsóttur en hann skorar reglulega með Leipzig og þýska landsliðinu.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er opinn fyrir því að fá Werner sem þarf þó að samþykkja hans skilyrði.
Klopp segir að Werner þurfi að sætta sig við varahlutverk hjá Liverpool enda sókn liðsins afar öflug.
Klopp hefur ekki áhuga á að taka Roberto Firmino, Mo Salah og Sadio Mane úr liðinu til að gera pláss fyrir Werner.
Þessi 23 ára gamli leikmaður gæti þó unnið sér inn sæti í liðinu og gæti tekið þeirri áskorun.