Samband Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid og Gareth Bale er komið á endastöð. Ef marka má fréttir síðustu vikna. „Þrefaldur skolli“ var fyrirsögnin hjá AS um daginn, þar eru teiknuð upp þrjú stærstu vandamálin sem eiga sér stað á milli þeirra.
Fyrst er sú staðreynd að Bale ætlar að spila með Wales til að komast á EM 2020. Hann hefur ekki spilað með Real Madrid síðustu vikur, það pirrar Zidane að hann ætli í verkefni landsliðsins. Hann meiddist í síðasta verkefni landsliðsins. Þá er pirringur í herbúðum Madrid, með það að Bale tali ekki tungumálið. Á sex árum hefur Bale ekki nennt að leggja það á sig, að læra spænsku. Þá er það ást Bale á golfi, hann vill frekar vera í golfi en nokkuð annað. Bale er kallaður „golfarinn“ á meðal leikmanna Real Madrid, það er það eina sem kemst að í huga hans.
Bale hefur nú viðurkennt að hann njóti þess meira að spila með Wales en Real Madrid. ,,Það gefur mér meira að spila fyrir Wales,“ sagði Bale sem fær 500 þúsund pund á viku hjá Real Madrid.
,,Ég og eldri leikmenn liðsins höfum spilað saman frá því í U17 ára landsliðinu. Þetta er eins og að spila með vinum sínum á sunnudegi.“