Philippe Coutinho kostar FC Bayern 563 þúsund pund á hvern einasta leik sem hann spilar. Þetta fullyrðir Bild þar í landi.
Þýska stórveldið borgar öll laun Coutinho, 21 milljón punda á árið og borgar Barcelona 7 milljónir punda í lánsfé.
Útreikningur Bild byggist á því að skoða alla leiki Bayern sem eru á þessu ári, þá kostar Coutinho félagið ansi mikið. 90 milljónir íslenskra króna í hvert skipti sem hann fer í búning.
Coutinho er á láni út þessa leiktíð en Bayern getur keypt hann næsta sumar á 100 milljónir punda, ólíklegt er að það gerist.
Coutinho fann sig ekki hjá Barcelona og félagið þurfti að losa hann í sumar til að fá inn Antoine Griezmann.
Coutinho hefur skorað tvö mörk og lagt upp þrjú í 11 leikjum með Bayern.