Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, efast alls ekki um eigin gæði þrátt fyrir gagnrýni undanfarna mánuði.
Courtois hefurfengið mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu en hann segist vera einn besti markvörður heims.
,,Ég les ekki blöðin, ég hlusta aðeins á það sem stjórinn eða liðsfélagarnir segja við mig,“ sagði Courtois.
,,Ef þeir voru aldrei markmenn þá hvernig geta þeir vitað hvernig þetta virkar allt saman?“
,,Ég efast ekki um eigin getu. Ég er einn besti markvörður heims og þess vegna gagnrýna þeir mig.“
,,Ég er rólegur, ég átti nokkrar góðar vörslur gegn Celta Vigo, Atletico Madrid og í öðrum leikjum.“