fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Eiður Smári var grunaður um ölvunarakstur: „Þú þarft að byrja að eiga við söguna“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, er gestur hjá Loga Bergmann, í þætti sem er kominn í Sjónvarp Símans Premium. Þessi magnaði íþróttamaður ræðir sögu sína opinskátt.

Eiður ræðir meðal annars tíma sinn í London, hjá Chelsea. Hann gekk í raðir félagsins 22 ára gamall. Ungur, frægur og ríkur. Logi spurði hann út í hvernig væri að taka á slíku, að fara ekki fram úr sér.

,,Maður gerir sín mistök eins og allir aðrir, við vorum oft barnalegir í hegðun innan æfingasvæðisins eða utan þess. Við áttum það til að fara út og skemmta okkur sem lið, það var alltaf eitthvað í okkur sem sagði samt, að að yrði enginn aumingjaskapur daginn eftir. Það væri æfing, það yrði tekið á því,“ sagði Eiður við Loga.

Enska pressan er þekkt fyrir að taka leikmenn í landinu af lífi, Eiður segir að það geti verið erfitt að eiga við hana.

,,Hún er erfið, það var nóg að það væri tekinn mynd af þér með bjór. Þá skrifuðu þeir að þú hefðir verið til fimm um morguninn. Þó að þú hafir bara verið úti að borða, alveg sama hvað það var. Það var ýkt, maður verður að taka ábyrgð á því. Maður var ekki alltaf upp á 10,“ sagði Eiður Smári og viðurkennir þar að hann hefði stundum getað gert hlutina betur.

Honum var eitt sinn slátrað af enskum blöðum, þá var hann grunaður um ölvunarakstur en var allsgáður. Pressan í Bretlandi hafði lítinn áhuga á staðreyndum í því máli.

,,Það er ekkert sérstakt, þú keyrir upp á æfingasvæði og finnst eins og allir séu að horfa á þig. Sunnudagspressan, Englendingar vissu að það var slúðrið,“ sagði Eiður.

Hann rifjaði svo upp atvikið frá 2005, þegar hann var grunaður um að hafa keyrt ölvaður. ,,Ég lenti einu sinni í það að vera stoppaður að keyra á leiðinni heim, var grunaður um ölvunarakstur. Ég fór niður á lögreglustöð og þar kom í ljós úr blóðprufu, að ég var ekki með áfengi í blóðinu. Sagan er kominn út, þú þarft að byrja að eiga við hana. Þegar kom í ljós að ég var ekki ölvaður að keyra, þá var það ein lítil setning. Það er svo margt sem getur sitið eftir út af fyrirsögn. Ég var samt alls enginn engill, sem var með allt upp á 10.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband
433Sport
Í gær

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið