Zlatan Ibrahimvic hefur staðfest það að hann sé búinn að yfirgefa lið LA Galaxy í Bandaríkjunum.
Zlatan er 38 ára gamall í dag en hann lék með Galaxy í meira en ár og skoraði 52 mörk í 56 deildarleikjum.
Samningur hans við félagið er runninn út og er Zlatan líklega á leið aftur til Evrópu.
Svíinn birti Twitter-færslu í kvöld þar sem hann staðfestir það að hann sé búinn að kveðja.
,,Fariði aftur að horfa á hafnabolta,“ skrifar Zlatan á meðan annars kokhraustur.
I came, I saw, I conquered. Thank you @lagalaxy for making me feel alive again. To the Galaxy fans – you wanted Zlatan, I gave you Zlatan. You are welcome. The story continues…Now go back to watch baseball pic.twitter.com/kkL6B6dJBr
— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) 13 November 2019