Við rákumst á gríðarlega skemmtilegt myndband í kvöld þar sem grínistinn Darren Farley fer á kostum.
Farley er þekktur á Englandi en hann er grínisti og á til alveg ofboðslega skemmtilegar eftirhermur.
Farley er afar góður í að leika eftir Harry Redknapp sem gerði garðinn frægan sem þjálfari.
Redknapp þjálfaði Hermann Hreiðarsson lengi á ferlinum en þeir voru saman hjá Portsmouth.
Farley hermdi eftir Redknapp og þóttist hringja í Hermann sem er í dag aðstoðarmaður Sol Campbell hjá Southend.
Afar skemmtilegt grín sem má sjá hér.